Við erum Rafmyntaráð Íslands en markmiðið okkar er að gera Ísland að leiðandi afli í nýsköpun með rafmyntum og bálkakeðjum.
Við vonum að þessi upplýsingavefur verði að gagni fyrir þig. Höfuðáðherslan með vefnum er að taka saman allt sem er vitað um málefni og ágreining um rafmyntir og bálkakeðjur sem snúa sérstaklega að Íslandi.
Segja má að rafmynta- og bálkakeðjugeirinn skiptist í tvö hluta. Í Bitcoin hlutanum er mikið talað um hagfræðileg sjónarmið, mikilvægi geymsluverðmæta og varaleiðar fyrir almenning til að verjast áföllum. Einnig er Bitcoin fyrsta rafmyntin sem við heyrum öll um fyrst og er því með mikinn meðbyr. Hinn hlutinn eru aðrar bálkakeðjur sem bjóða hinsvegar nýja innviði sem hafa alla burði til að bera með sér róttækar breytingar á okkar daglega lífi til lengri tíma. Báðir heimar eru góðir og fara vel saman en höfða mismunandi til fólks. Hér fyrir neðan er stutt samantekt af efni sem hægt er að kynna sér í byrjun.
Hægt er að lesa meira um Bitcoin hérna.
This book will save you time – Fer í stuttu máli yfir samhengi tíma, verðmæta og hvernig Bitcoin sker sig út.
The internet of money eftir Andreas Antonopoulos – Stutt og hnitmiðuð bók sem fer samt vel á dýptina er varðar notkun og nauðsyn Bitcoin
The Bitcoin Standard eftir Saifedean Ammous – Róttæk og einhliða bók sem er oft vísað í, með inngang eftir Nicholas Taleb, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Oft er vísað í þessa bók en maður þarf aðeins að hófstilla sig á móti því hana mætti flokka sem öfgakennda á köflum.
Bitcoin Billionaires – Fjallar um sögu Winklevoss bræðranna sem voru valtaðir í Social Network myndinni. Æsispennandi og mjög skemmtileg lesning sem sýnir manni inn í heim Bitcoin eins og hann var í byrjun. Ben Mezrich er mjög góður höfundur og nær að setja þetta í skemmtilegt form. Það er mikið „aha moment“ að lesa þessa bók því maður sér Winklevoss bræðurnar læra um Bitcoin og bókstaflega sogast inn í þennan heim.
Þessar fjórar bækur eru til á „bókasafni Rafmyntaráðs“ og er öllum frjálst að fá þær lánaðar endurgjaldslaust en best er að senda fyrirspurn á netfangið [email protected] sé áhugi fyrir því.
Bitcoin á Wikipedia - Vönduð grein sem snertir á öllum öngum Bitcoin og er með góðar tilvísanir í frekari lesningu.
The Bullish Case for Bitcoin - Vel skrifuð Medium grein sem ferðast með lesandann í gegnum allt sem skiptir máli er varðar Bitcoin og er rituð á læsilegu og aðgengilegu máli.
Ethereum á Wikipedia - Ethereum bálkakeðjan er mest notaða bálkakeðjan til að keyra innviði og snjallsamninga.
Hvað er Ethereum
DeFi - Drefið fjármálaþjónusta
Oft verða á vegi mans flókin hugtök við lestur um rafmyntir og bálkakeðjur. Hægt er að finna sum þeirra á þessari síðu, en við getum einnig bent þér á Binance Academy til að fletta upp ýmsum hugtökum.
Hlaðvarp Rafmyntaráðs hefur gefið út yfir 25 þætti sem eru aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum (Spotify) (Apple Podcasts).